Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að innleiðing evru - 100 svör fundust
Niðurstöður

Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhluta...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?

Spurningunni um hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að Efnahags- og myntbandalaginu er ómögulegt að svara á tæmandi hátt í stuttu svari. Ætla má að upptaka evru hefði margvísleg áhrif á efnahagslífið sem jafnframt gætu haft víxlverkandi áhrif á tiltekna þætti efnahagslífsins. Endanlegt svar ...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Sameiginlega EES-nefndin

Sameiginlega EES-nefndin (e. EEA Joint Committee) er helsti samstarfsvettvangur aðila samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins og taka ákvarðanir um hvaða regluverk Evrópusambandsins heyri undir gildissvið hans. Nefndin skal taka samhljóma ákvarðan...

Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?

Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri spurningu er einn...

Evruríkin

Evruríkin eru þau aðildarríki Evrópusambandsins sem hafa tekið upp evru (€) sem gjaldmiðil og falið Seðlabanka Evrópu stjórn sameiginlegrar peningamálastefnu. ESB-ríkjum ber að taka upp evru að uppfylltum svokölluðum Maastricht-skilyrðum sem kveða á um tilteknar efnahagslegar viðmiðanir um samleitni. Nánar er fjal...

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í ...

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru? - Myndband

Ríki Evrópusambandsins þurfa að taka upp evru þegar þau hafa fullnægt ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þegar tiltekið ríki hefur uppfyllt öll skilyrðin er því veitt leyfi til að taka upp evru. Gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis er þá endanlega fest við evru og tæknilegur undirbúningur fyrir gjaldmiðilsskiptin hef...

Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?

Gengistenging felst í því að gengi innlends gjaldmiðils er tengt öðrum gjaldmiðli eða körfu gjaldmiðla. Hægt væri að tengja gengi krónunnar við evru án þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Ef Ísland mundi tengja gengi krónunnar við evru yrði ákveðið verð krónu skilgreint gagnvart evru sem Seðlabanki Íslands mun...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Mannréttindasáttmáli Evrópu Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB? Helstu sáttmálar ESB Hver eru OECD-ríkin og hva...

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?

Nei, Seðlabanki Evrópu er ekki „einkabanki“ samkvæmt almennri skilgreiningu á hugtakinu, það er bankinn er ekki viðskiptabanki í eigu einkaaðila. Seðlabanki Evrópu er ein af stofnunum Evrópusambandsins og þungamiðja seðlabankakerfis Evrópu (e. European System of Central Banks, ESCB), sem er vettvangur samstarfs se...

Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil að uppfylltum tilteknum efnahagslegum viðmiðunum um samleitni (Maastricht-skilyrðunum). Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. *** Aðilda...

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?

Að skipta út gjaldmiðli fyrir evru er stórt verkefni sem krefst mikils undirbúnings og tæknilegra aðgerða. Til að mynda þarf að tryggja að almenningur sé vel upplýstur um hvernig staðið verði að gjaldmiðilsskiptum í viðkomandi ESB-ríki, bankar og fyrirtæki þurfa að aðlaga tölvukerfi sín og bókhald í samræmi við ný...

Leita aftur: